Jarðhitanýting í Póllandi
Leitað er eftir þátttöku íslenskra fyrirtækja í jarðhitaverkefni í Póllandi í tengslum við styrkjaútboð Uppbyggingasjóðs EES. Meginmarkmið útboðsins er að fjármagna verkefni á sviði endurnýjanlegrar orku, orkunýtni og orkuöryggis. Verkefnin eiga að auka notkun endurnýjanlegra orkugjafa með byggingu kerfa fyrir „djúpan“ jarðhita á stöðum þar sem staðfest hefur verið tilvist og notkun jarðhita til upphitunar húsa m.a. með borun á rannsóknarholum. Framkvæmd verkefnanna eiga að leiða til minni losunar á CO2 og auka hagkvæmni.
Fyrirkomulag styrkveitingar er þannig að fyrirtæki eða stofnun í Póllandi sækir um styrkinn en semur við íslenskt fyrirtæki um samvinnu á verkefnatímanum. Íslensk fyrirtæki þurfa því að finna samstarfsaðila í Póllandi til að eiga kost á þátttöku í verkefninu. Tengiliður sjóðsins á Íslandi aðstoðar íslensku fyrirtækin að finna slíka tengingu ef þess er óskað.
Verkefnið hentar fyrirtækjum sem búa yfir viðeigandi þekkingu og hafa tengingu og/eða burði til að starfa í Póllandi. Heildarfjárhæð styrkja fyrir hvert samstarfsverkefni verður á bilinu 1.000 til 4.500 EUR.
Tengiliður verkefnisins á Íslandi er Baldur Pétursson hjá Orkustofnun (baldur.petursson@orkustofnun.is).
Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á vefsíðu Orkustofnunar og á heimasíðu verkefnisins
Lönd / Heimsálfa
PóllandLiðið tækifæriTækifæri
Styrkur