Hoppa yfir valmynd

Uppbyggingasjóður EES

Sjóðurinn var stofnaður í þeim tilgangi að vinna gegn efnahags- og félagslegum mismun innan Evrópu. Fyrirtæki og stofnanir í þeim ríkjum Evrópu sem standa lakar efnahagslega geta sótt um styrk í sjóðinn. Þau geta leitað eftir samstarfi við íslensk fyrirtæki sem þannig öðlast tækifæri til að taka þátt í evrópsku samstarfi.

Fjárhæð: Heildarupphæð styrkja er almennt á bilinu EUR 250.000 til 2.000.000 en fjárhæðin er misjöfn eftir verkefnum.

Lönd: Sjóðurinn veitir styrki til verkefna í 15 löndum Evrópu, nánar tiltekið Búlgaríu, Króatíu, Tékklandi, Kýpur, Eistlandi, Grikklandi, Ungverjalandi, Lettlandi, Litháen, Möltu, Póllandi, Portúgal, Rúmeníu, Slóvakíu og Slóveníu.

Fyrirkomulag styrkja: Hvert viðtökuland útbýr sína styrktaráætlun, þ.e. stjórnvöld í hverju ríki ákveða í hvað þau vilja verja styrkjum hvers tímabils. Það eru svo fyrirtæki og stofnanir í þessum löndum sem sækja um styrkinn í sínu landi. Þau geta leitað eftir samstarfi við fyrirtæki á Íslandi, Noregi eða Lichtenstein og þannig skapast tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki til að taka að sér samvinnuverkefni við eitthvert af viðtökuríkjum sjóðsins.

Fyrir hvern: Styrkirnir geta hentað öllum tegundum af fyrirtækjum sem uppfylla kröfur um styrkveitingu. Forsendan er hins vegar sú að íslenska fyrirtækið hafi fundið sér samstarfsaðila í viðtökulandinu. Tengiliðir sjóðsins á Íslandi geta aðstoðað fyrirtæki að finna slíkan samstarfsaðila ef þess er óskað.

Tengiliðir: Tengiliðir sjóðsins á Íslandi eru Baldur Pétursson verkefnastjóri hjá Orkustofnun vegna verkefna tengdum orkumálum og Egill Þór Níelsson sérfræðingur hjá Rannís vegna verkefna tengdum rannsóknum, nýsköpun, menntun og menningu.

Heimasíða: Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna á sérstakri upplýsingasíðu um sjóðinn á vefsvæði Utanríkisráðuneytisins. Einnig má nálgast upplýsingar um sjóðinn á heimasíðu sjóðsins í Brussel.

Skráningarlisti fyrirtækja: Íslensk fyrirtæki sem hafa áhuga á verkefnum tengdum sjóðnum geta skráð sig á lista sem Utanríkisráðuneytið heldur utan um og er aðgengilegur áhugasömum samstarfsaðilum í viðtökulöndunum 15. Skráning á listann getur þannig orðið upphaf að framtíðarsamstarfi.

Staðsetning: Sjóðurinn er staðsettur í Brussel og er samstarfsverkefni Íslands, Noregs og Liechtenstein. Almennt er sjóðurinn kallaður "EEA grants".

Tölfræði: Á vef Uppbyggingarsjóðsins er að finna ítarlegt mælaborð sem sýnir úthlutanir sjóðsins auk ýmissa annarra áhugaverðra upplýsinga.

Lönd / Heimsálfa

Uppbyggingalönd Evrópu
card thumbnail
Heimsmarkmiðasjóðurinn opinn fyrir umsóknir

Opið er fyrir umsóknir í Heimsmarkmiðasjóð atvinnulífs til samstarfsverkefna fyrirtækja í þróunarlöndum.

ISK 30M / 15. mars 2024
StyrkurStyrkur+2
Tækifæri
Hitaveitan í Zakopane
Jarðhitanýting í Póllandi

Uppbyggingasjóður EES leitar að þátttakendum í jarðhitaverkefni tengt endurnýjanlegri orku, orkunýtni og orkuöryggi í Póllandi.

EUR 2 milljónir / 31. mars 2021
StyrkurPólland+1
Tækifæri
Praia de Monte Clérigo, Aljezur, Portugal
Bláa hagkerfið í Portúgal

Uppbyggingasjóður EES veitir styrki til verkefna tengdum verðmætasköpun og sjálfbærni bláa hagkerfisins í Portúgal.

EUR 1 milljónir / 30. júní 2021
StyrkurPortúgal+1
Tækifæri
card thumbnail
Rafvæðing heimila í Rúmeníu

Opið fyrir umsókn í Uppbyggingasjóð til verkefna sem veiti rafmagni til heimila og dragi úr losun CO2.

EUR 200.000 / 30. júní 2021
StyrkurRúmenía+1
Tækifæri
card thumbnail
Nýsköpun og sjálfbærni í Rúmeníu

Opið fyrir umsókn í Uppbyggingasjóð til nýsköpunar í græna og bláa hagkerfinu, auk upplýsingatækni.

EUR 2.000.000 / 15. september 2021
StyrkurRúmenía+1
Tækifæri
card thumbnail
Jarðhiti og orka í Rúmeníu

Opið fyrir umsókn í Uppbyggingasjóð til framleiðslu endurnýjanlegrar orku frá jarðhita.

EUR 2.000.000 / 30. september 2021
StyrkurRúmenía+1
Tækifæri
card thumbnail
Grænar lausnir og velferðartækni í Slóvakíu

Opið fyrir umsókn í Uppbyggingasjóð EES vegna grænna lausna og velferðartækni í Slóvakíu.

2.000.000 EUR / 4. október 2021
StyrkurOpið+1
Tækifæri
card thumbnail
Leitað samstarfsaðila á sviði grænna lausna í Búlgaríu

Sveitarfélagið Burgas í Búlgaríu leitar samstarfsaðila vegna mögulegra verkefna á sviði grænna lausna.

500.000 EUR / 16. nóvember 2021
StyrkurOpið+2
Tækifæri
card thumbnail
Viðskiptaþróun og nýsköpun í Rúmeníu

Opið er fyrir umsóknir í flokknum viðskiptaþróun, nýsköpun, lítil og meðalstór fyrirtæki.

10.000 - 200.000 EUR / 18. nóvember 2021
StyrkurOpið+2
Tækifæri
card thumbnail
Tækifæri á sviði orku- og loftslagsmála í Króatíu

Opið er fyrir umsóknir í Uppbyggingasjóð EES vegna verkefna á sviði orku- og loftslagsáætlunar Króatíu.

EUR 1.300.000 / 29. nóvember 2021
StyrkurKróatía+2
Tækifæri
card thumbnail
Leitað samstarfsaðila á sviði grænna lausna í Króatíu

Sveitarfélagið Karlovac í Króatíu leitar samstarfsaðila vegna mögulegra verkefna á sviði grænna lausna.

200.000 - 1.300.000 EUR / 29. nóvember 2021
StyrkurOpið+3
Tækifæri
card thumbnail
Viðskiptaþróun og nýsköpun í Rúmeníu

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í flokknum viðskiptaþróun, nýsköpun, lítil og meðalstór fyrirtæki.

10.000 - 200.000 EUR / 14. júlí 2022
StyrkurOpið+2
Tækifæri
card thumbnail
Nýsköpun og viðskiptaþróun á Grikklandi

Uppbyggingasjóður EES veitir styrki til verkefna tengdum grænum lausnum, bláa hagkerfinu og upplýsingatækni á Grikklandi.

EUR 1 ,5milljónir / 1. september 2022
StyrkurGrikkland
Tækifæri
card thumbnail
Viðskiptaþróun og nýsköpun í Rúmeníu

Opið er fyrir umsóknir í flokknum viðskiptaþróun, nýsköpun, lítil og meðalstór fyrirtæki.

10.000 - 200.000 EUR / 17. nóvember 2022
StyrkurOpið+2
Tækifæri
card thumbnail
Nýsköpun og viðskiptaþróun á Grikklandi

Uppbyggingasjóður EES veitir styrki til verkefna tengdum grænum lausnum, bláa hagkerfinu og upplýsingatækni á Grikklandi.

EUR 1 ,0 milljónir / 10. maí 2023
StyrkurGrikkland+1
Tækifæri