Hoppa yfir valmynd
video thumbnail

Tækifæri á sviði orku- og loftslagsáætlunar Króatíu

Opið er fyrir umsóknir í Uppbyggingasjóð EES vegna verkefna á sviði orku- og loftslagsáætlunar Króatíu.

Markmið áætlunarinnar er að minnka kolefnislosun og auka orkuöryggi í Króatíu með bættri tækni, sem er í samræmi við áherslur Uppbyggingasjóðs EES.

Sjóðurinn starfar þannig að hann veitir styrki til króatískra fyrirtækja. Þau eru hins vegar hvött til samstarfs við íslensk fyrirtæki og þannig skapast tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf til þátttöku. Íslensk fyrirtæki sem búa yfir viðeigandi þekkingu eru hvött til að leita samstarfs við króatísk fyrirtæki og starfsmenn Orkustofnunar geta aðstoðað við þá leit.

Áherslum og væntri útkomu er lýst þannig: The Call shall support applications that are planning to develop the technical documentation for geothermal energy projects. This Call for Proposals refers to the Programme focus area: “Renewable Energy”. The projects are also expected to contribute to the reduction of CO2 emissions and increased security of supply.

Heildarstyrktarfjárhæð í þessum flokki eru EUR 3.000.000 en fjárhæð hvers styrks er á bilinu EUR 200.000 til EUR 1.300.000. Umsóknarfrestur er til og með 29. nóvember 2021.

Hér má nálgast upplýsingasíðu útboðsins í Króatíu. Einnig má finna frekari upplýsingar á vef Orkustofnunar.

Nánari upplýsingar um verkefnið veitir Baldur hjá Orkustofnun og hann getur einnig aðstoðað íslensk fyrirtæki að komast í samband við króatísk fyrirtæki.

Lönd / Heimsálfa

KróatíaOpiðUppbyggingalönd Evrópu

Tækifæri

Styrkur

Önnur tækifæri