Viðskiptatækifæri í þróunarlöndum
Utanríkisráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki í Heimsmarkmiðasjóð atvinnulífs vegna samstarfsverkefna í þróunarlöndum.
Næsti umsóknarfrestur er til og með 15.mars. 2024
Sjóðurinn hentar fyrirtækjum í margvíslegum geirum sem leita viðskiptatækifæra í þróunarlöndum. Áhersla er lögð á að verkefni hafi jákvæð umhverfisáhrif, stuðli að sjálfbærni og atvinnusköpun, einkum efnahagslegri valdeflingu kvenna. Verkefnin skulu unnin í samvinnu við aðila og í viðkomandi þróunarlandi. Styrkurinn getur hæst orðið 30 milljónir króna á þremur árum og getur mest orðið 50% af heildarkostnaði verkefnis..
Frekari upplýsingar um sjóðinn er að finna hér á Heimstorginu og á heimasíðu sjóðsins hjá Utanríkisráðuneytinu.
Nánari upplýsingar veita einnig Svanhvít Aðalsteinsdóttir hjá utanríkisráðuneytinu og Ágúst Sigurðarson hjá Íslandsstofu.
Lönd / Heimsálfa
StyrkurHeimsmarkmiðasjóðurÞróunarlöndTækifæri
Styrkur