Rafvæðing heimila í Rúmeníu
Opið er fyrir umsóknir í Uppbyggingasjóð EES vegna verkefna tengdum rafvæðingu heimila í Rúmeníu.
Sjóðurinn veitir styrki til rúmenskra fyrirtækja sem eru hvött til samstarfs við íslensk fyrirtæki. Þannig skapast tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki til að komast í verkefni sem eru styrkt af Uppbyggingasjóðnum, en Ísland er eitt af þeim löndum sem greiðir í sjóðinn.
Áherslum sjóðsins og væntri útkomu verkefna er lýst þannig: The expected outcome of the projects is Electrification of households in areas where connection to the electricity network is not economically feasible. The expected output is to provide electricity to at least 2.000 Romanian unelectrified households. Projects contributing to reduction of CO2 emissions will be prioritized.
Styrkirnir eru í flokki smærri styrkja (e. Small Grants Scheme). Heildar styrkveiting til verkefna í þessum flokki verður EUR 5.000.000 en fjárhæð hvers styrks er á bilinu EUR 30.000 til EUR 200.000.
Nánari upplýsingar má finna á upplýsingasíðu útboðsins og hér má nálgast sjálfa útboðslýsinguna.
Nánari upplýsingar veitir Baldur hjá Orkustofnun sem starfar með sjóðnum að þessu verkefni.
Lönd / Heimsálfa
RúmeníaLiðið tækifæriTækifæri
Styrkur