Viðskiptaþróun, nýsköpun og lítil og meðalstór fyrirtæki í Rúmeníu
Opið er fyrir styrkumsóknir í Uppbyggingasjóð EES á sviði nýsköpunar og viðskiptaþróunar, lítil og meðalstór fyrirtæki.
Markmið styrkveitingar er að styðja við lítil og meðalstór fyrirtæki í þróun á nýjum og grænum tæknilausnum, innan bláa hagkerfisins og á sviði upplýsingatækni (ICT).
Fjárhæð styrks í hverju verkefni getur verið á bilinu 10.000 til 200.000 EUR .
Fyrirkomulagið er þannig að styrkirnir eru veittir rúmenskum fyrirtækjum, en þau eru hvött til samstarfs við aðila frá Íslandi, Noregi eða Liechtenstein. Þannig skapast tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki til þátttöku í verkefnunum, en forsendan er þó sú að þau komist í samstarf við fyrirtæki í Rúmeníu.
Hér er heimasíða verkefnisins. Umsóknarfrestur er til 18. nóvember 2021.
Frekari upplýsingar veitir Egill Níelsson hjá Rannís.
Við hvetjum áhugasöm fyrirtæki til að skrá sig í gagnagrunn Utanríkisráðuneytisins yfir fyrirtæki sem eru áhugasöm um verkefni Uppbyggingasjóðsins en grunnurinn gerir erlendum og innlendum aðilum kleift að finna samstarfsaðila. Hér er hlekkur á skráningarform til að láta skrá sig á listann.
Lönd / Heimsálfa
OpiðKróatíaUppbyggingalönd EvrópuTækifæri
Styrkur