![video thumbnail](https://images.prismic.io/thjonustubord/86c31bf7-ee50-47f0-8f11-fb4472a0ebb7_Karlovac.webp?auto=format&cs=srgb&quality=92&rect=0%2C41%2C770%2C434&w=950)
Leitað samstarfsaðila á sviði jarðvarmalausna í Króatíu
Sveitarfélagið Karlovac í Króatíu leitar samstarfsaðila vegna mögulegra verkefna á sviði jarðvarmalausna.
Um er að ræða samstarf í tengslum við opnun umsókna í Uppbyggingarsjóð EES vegna verkefna á sviði orku- og loftslagsáætlunar Króatíu. Fjárhæð styrks í hverju verkefni getur verið á bilinu 200.000 til 1.300.000 EUR og er styrkupphæð að hámarki 85% .
Samkvæmt óskum er annars vegar leitað að samstarfsaðila með reynslu á sviði jarðvarmalausna sem væri tilbúinn að uppfræða króatíska samstarfsaðila. Hins vegar stendur einnig til að setja af stað pilot verkefni í kringum hagnýtingu borhola sem boraðar hafa verið í tilraunaskyni í nágrenni Karlovac og jörð er auðug af heitu vatni..
Frekari upplýsingar veitir Martina Stojkic. Áhugasömum er bent á að hafa samband við hana sem fyrst en skilafrestur umsókna rennur út 29. nóvember nk.
* * *
Við hvetjum áhugasöm fyrirtæki til að skrá sig í gagnagrunn Utanríkisráðuneytisins yfir fyrirtæki sem eru áhugasöm um verkefni Uppbyggingasjóðsins en grunnurinn gerir erlendum og innlendum aðilum kleift að finna samstarfsaðila. Hér er hlekkur á skráningarform til að láta skrá sig á listann.
Lönd / Heimsálfa
OpiðKróatíaUppbyggingalönd EvrópuKarlovacTækifæri
Styrkur