Atvinnuþróunarverkefni í þróunarríkjum
Utanríkisráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki í Heimsmarkmiðasjóð atvinnulífsins vegna samstarfsverkefna fyrirtækja í þróunarlöndum.
Áhersla er lögð á verkefni sem hafa jákvæð umhverfisáhrif og stuðla að atvinnusköpun kvenna. Hér er tækifæri fyrir ýmis fyrirtæki innan margvíslegra geira til að taka þátt. Verkefnin þarf að framkvæma í samvinnu við samstarfsaðila í viðkomandi þróunarlandi.
Sjá upplýsingar um Heimsmarkmiðasjóðinn hér neðst á síðunni og nánari upplýsingar á heimasíðu sjóðsins hjá Utanríkisáðuneytinu.
Opið er fyrir umsóknir og umsóknarfrestur er til 30. apríl 2021. Umsóknarferlið er rafrænt gegnum island.is
Ef nánari upplýsinga er óskað er velkomið að hafa sambandi Brynhildi Georgsdóttur hjá Íslandsstofu.
Lönd / Heimsálfa
ÞróunarlöndLiðið tækifæriTækifæri
Styrkur