Útboð verkefna á sviði jarðhita í Búlgaríu
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki til jarðhitaverkefna í orkuáætlun Uppbyggingarsjóðs EES í Búlgaríu, undir yfirskriftinni „Notkun jarðhita til hitunar eða kælingar í opinberum byggingum.
Fjárhæð styrks í hverju verkefni getur verið á bilinu 200.000 til 400.000 EUR og styrkhlutfall er allt að 100%.
Markmið orkuáætlunarinnar í Búlgaríu er aukin framleiðsla endurnýjanlegrar orku og minnkun í losun á koltvísýringi. Þá er tvíhliða samstarf einnig mikilvægt markmið.
Styrkir eru veittir búlgörskum fyrirtækjum en umsóknir með samstarfsaðila frá Íslandi eða Noregi gefa fleiri stig þegar þær eru metnar. Það er því eftirsóknarvert fyrir búlgörsk fyrirtæki að leita samstarfs við íslensk fyrirtæki.
Hér má nálgast útboðslýsinguna sjálfa en inni á síðu búlgarska orkumálaráðuneytisins mér finna frekari upplýsingar um útboðið . Þar er hægt að smella á „Application guidelines“ og nálgast öll fylgigögn útboðsins á ensku.
Umsóknarfrestur er til 10. september 2021
Frekari upplýsingar veitir María Guðmundsdóttir hjá Orkustofnun.
Lönd / Heimsálfa
BúlgaríaOpiðTækifæri
Styrkur