Nýsköpun og sjálfbærni í Rúmeníu
Opið er fyrir umsóknir í Uppbyggingasjóð EES vegna verkefna tengdum nýsköpun í græna og bláa hagkerfinu, sem og upplýsingatæknimálum, í Rúmeníu.
Sjóðurinn starfar þannig að hann veitir styrki til rúmenskra fyrirtækja sem þau eru hvött til samstarfs við íslensk fyrirtæki. Íslensk fyrirtæki sem hafa tengingar við rúmensk fyrirtæki eða Rúmeníu og búa yfir þekkingu á þessu sviði er hvött til að leita samstarfs við rúmönsk fyrirtæki.
Yfirskrift útboðsins er: "SMEs Growth Romania is a business development programme aiming to increase value creation and sustainable growth in the Romanian business sector".
Heildarfjárhæð til úthlutunar í þessi verkefni er EUR 7.355.329 en fjárhæðin skiptist á milli áhersluþátta verkefnisins:
- Green Industry Innovation: 3.145.029 EUR
- ICT: 1.685.300 EUR
- Blue Growth: 2.525.000 EUR
Fjárhæð hvers styrks getur verið á bilinu EUR 200.000 til 2.000.000.
Hér má nálgast upplýsingasíðu útboðsins og hér má nálgast sjálfa útboðslýsinguna.
Nánari upplýsingar veitir Egill Níelsson hjá Rannís sem starfar með sjóðnum að þessu verkefni.
Lönd / Heimsálfa
RúmeníaOpiðTækifæri
Styrkur