Hoppa yfir valmynd
video thumbnail

Útboð Sameinuðu þjóðanna - heilsustofnanir

Innkaupastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNOPS) heldur kynningu fyrir Norræn fyrirtæki og bíður 5 fyrirtækjum frá hverju Norðurlandanna á einkafundi þar sem þau fá tækifæri til að kynna sýnar lausnir og mynda tengsl við SÞ.

Skráning á viðburðinn fer fram hér en endanleg ákvörðun um þátttöku verður byggð á tímaröð skráninga og því hversu viðeigandi lausnir fyrirtækjanna eru. Fyrirtæki verða ekki rukkuð um þátttökugjald nema þau verði valin til þátttöku.

Fyrri daginn (20. maí) verður almenn kynning á innkaupaþörfum Sameinuðu þjóðanna í Austur og Suður Afríku, nánar tiltekið í löndunum Mósambík, Simbabve, Kenía, Úganda, Sambíu og Tansaníu. Þarfirnar sem um ræðir snúa annars vegar að aðgengi vatns (sjá umfjöllun hér) og hins vegar að þörfum tengdum heilsustofnunum (sjá lýsingu hér að neðan).

Þarfir tengdar heilsustofnunum varða ma. græna orkugjafa og kælikerfi, meðhöndlun úrgangs, ökutæki og upplýsingatæknibúnað, súrefnisbirgðir og Covid próf. Innkaupastofnunin sjálf lýsir þörfunum þannig:

  • Innovative, low maintenance and environmentally friendly green power solutions and cooling systems (e.g. cold chain, air conditioning, storage facilities) for healthcare facilities that are appropriate for the local environment
  • Solutions for the treatment of medical waste
  • Vehicles/ ambulances, ICT equipment
  • Oxygen supplies in hospitals / clinics - e.g., for maternal & child health / emergency healthcare
  • Covid-19 testing kits & PPEs - for cross-border trade promotion/ border security

Seinni daginn (27. maí) verður 5 íslenskum fyrirtækjum boðið á einkafund með innkaupastofnuninni til að kynna sína nálgun við þær þarfir sem hér er lýst. Í þessu felast tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki til að mynda tengsl við þessa mikilvægu stofnun Sameinuðu þjóðanna.

Skráning á viðburðinn og einkafundina fer fram hér.

Lönd / Heimsálfa

Austur & Suður Afríka

Tækifæri

Innkaup