Hoppa yfir valmynd
video thumbnail

Stefnumót við innkaupastofnun Sameinuðu þjóðanna um tækifæri í Asíu og á Balkanskaga

Innkaupastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNOPS) boðar til fyrirtækjastefnumóts fyrir norræn fyrirtæki. Býðst fimm fyrirtækjum frá hverju Norðurlandanna að fá einkafundi þar sem þau fá tækifæri til að kynna sínar lausnir og mynda tengsl við SÞ.

Fyrri daginn (15. nóvember) verður almenn kynning á innkaupaþörfum Sameinuðu þjóðanna í völdum löndum Asíu og á Balkanskaga. Um er að ræða eftirfarandi lönd; Georgíu, Kósóvó og Úsbekistan, Srí Lanka, Nepal, Bangladess, Filippseyjar, Kambódíu, Tæland, Indónesíu, Palaú, Pakistan og Papúa Nýju-Gíneu.

Seinni daginn (19. nóvember) verður 8-10 íslenskum fyrirtækjum boðið á einkafund með innkaupastofnuninni til að kynna sig og sínar lausnir. Með fundi gefst íslenskum fyrirtækjum tækifæri til að mynda tengsl við þessa mikilvægu stofnun Sameinuðu þjóðanna.

Áhersla er lögð á sjálfbærar lausnir og græna tækni tengt innviðum, sólarorku, kolefnislosun, úrgangsstjórnun og endurvinnslu. Einnig heilsutækni með áherslu á vörur og þjónustu tengt COVID. Þetta er ekki tæmandi listi yfir þær þarfir sem eru til staðar í viðkomandi löndum og íslensk fyrirtæki eru hvött til að að hafa samband ef þau telja sig geta boðið lausnir sem eiga erindi við SÞ.

SKRÁNING

Frekari upplýsingar veitir Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir, verkefnastjóri (gunnhildur@islandsstofa.is)

Lönd / Heimsálfa

AsíaBalkanskagiOpið

Dagsetning

15. nóvember 2021