Hoppa yfir valmynd
video thumbnail

Útboð Sameinuðu þjóðanna - græn orka & úrgangsstjórnun í Asíu

Innkaupastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNOPS) heldur kynningu fyrir Norræn fyrirtæki og bíður 5 fyrirtækjum frá hverju Norðurlandanna á einkafundi þar sem þau fá tækifæri til að kynna sýnar lausnir og mynda tengsl við SÞ.

Skráning á viðburðinn fer fram hér en endanleg ákvörðun um þátttöku verður byggð á tímaröð skráninga og því hversu viðeigandi lausnir fyrirtækjanna eru. Fyrirtæki verða ekki rukkuð um þátttökugjald nema þau verði valin til þátttöku.

Fyrri daginn (2. júní) verður almenn kynning á innkaupaþörfum Sameinuðu þjóðanna í Asíu, nánar tiltekið í löndunum Srí Lanka, Nepal, Bangladess, Filippseyjum, Kamódía, Tæland, Indónesía, Palaú, Pakistan og Papúa Nýju-Geníu.

Þær þarfir sem um ræðis eru annars vegar græn orka & úrgangsstjórnun og hins vegar búnaður tengdur heilsugæslum. Þær þarfir sem snúa að grænni orku og úrgangsstjórnun varða einkum sólarorku og kolefnislosun, úrgangsstjórnun, endurvinnslu og endurnýtingu. Innkaupastofnunin sjálf lýsir þörfum og áskorunum þannig:

  • Pursuing green projects
  • We are applying for funds for solar energy and carbon emission management with IRENA and NAMA respectively
  • Waste management projects that reduce waste and increase recycling, reuse and reduction of garbage
  • Empowering youth and women via entrepreneurship opportunities in recycling, reselling waste.
  • An overwhelming issue of open dumping and an abject lack of resources to combat the issue as a challenge
  • Dumping sites are limited across the country.
  • The issue of ocean waste is also becoming a critical issue which we are not currently working in
  • Politicization and corruption in local government hinders the process of waste management that leads to inequalities in service provision.

Seinni daginn (10. júní) verður 5 íslenskum fyrirtækjum boðið að fá einkafund með innkaupastofnuninni til að kynna sína nálgun við þær þarfir sem hér er lýst. Í þessu felast mikilvæg tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki til að mynda tengsl við þessa mikilvægu stofnun Sameinuðu þjóðanna.

Skráning á viðburðinn fer fram hér.

Lönd / Heimsálfa

Asía

Tækifæri

Innkaup