Hoppa yfir valmynd
video thumbnail

Útboð Sameinuðu þjóðanna fyrir Austur og Suður Afríku.

Innkaupastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNOPS) heldur kynningu fyrir Norræn fyrirtæki og býður 5 fyrirtækjum frá hverju Norðurlandanna á einkafundi þar sem þau fá tækifæri til að kynna sýnar lausnir og mynda tengsl við SÞ.

Fyrri daginn (20. maí) verður almenn kynning á innkaupaþörfum Sameinuðu þjóðanna í Austur og Suður Afríku, nánar tiltekið í Mósambík, Simbabve, Kenía, Úganda, Sambíu og Tansaníu. Fulltrúar landanna munu kynna það sem þeir leita að.

Seinni daginn (27. maí) verður 5 íslenskum fyrirtækjum boðið á einkafund með UNOPS til að kynna sig og sínar lausnir. Í þessu felast tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki til að mynda tengsl við þessa mikilvægu innkaupastofnun Sameinuðu þjóðanna.

Áherslusvið kynningarinnar eru nokkur, en þess ber að geta að sá listi er ekki tæmandi yfir þær þarfir sem eru til staðar. Íslensk fyrirtæki eru því hvött til að skrá sig ef þau telja sig geta boðið lausnir sem eiga erindi við SÞ.

Áherslur útboðsins tengjast meðal annars stjórnun vatnsauðlinda, áveitum, stíflugerð og aðgengi að vatni til drykkjar og hreinlætis. Áhersla er einnig lögð á tækni og þjónustu við heilsustofnanir, svosem umhverfisvæna orkugjafa og kælikerfi, meðhöndlun úrgangs, ökutæki og upplýsingatæknibúnaður, súrefnisbirgðir og Covid próf. En þetta er ekki tæmandi listi yfir þær þarfir sem eru til staðar í viðkomandi löndum og íslensk fyrirtæki eru hvött til að skrá sig ef þau telja sig geta boðið lausnir sem eiga erindi við SÞ.

Upplýsingar og skráning á viðburðinn fer fram hér en endanleg ákvörðun um þátttöku verður byggð á tímaröð skráninga og því hversu viðeigandi lausnir fyrirtækjanna eru. Fyrirtæki verða ekki rukkuð um þátttökugjald nema þau verði valin til þátttöku. Þátttökugjald þeirra fyrirtækja sem verða valin til þátttöku verður ISK 82.560 en gjaldið er vegna leigu á fundabúnaði Tame.

Hlekkur inn á fundinn sjálfan fyrir þá sem eru skráðir er hér.

Lönd / Heimsálfa

AsíaLiðinn viðburður

Dagsetning

27. maí 2021

Kostnaður

ISK 82.560