Hoppa yfir valmynd

Tækniþróunarsjóður - Fræ, Sproti, Vöxtur & Sprettur

Tækniþróunarsjóður er samkeppnissjóður sem stuðlar að uppbyggingu þekkingar- og hátæknisarfsemi. Hlutverk sjóðsins er að styðja þróunarstarf og rannsóknir á sviði tækniþróunar sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Sjóðurinn veitir bæði styrki til verkefna innanalangs og erlendis.

Tegund verkefna: Sjóðurinn býður upp á fjölbreytt úrval styrkja fyrir mismunandi stigum þróunar. Fræ/Þróunarfræ er forkönnunarstyrkur sem nýtist vel fyrir hugmyndir og verkefni á frumstigi sem geta leitt af sér stærra þróunarverkefni. Sproti tekur við og styður verkefni á byrjunarstigi . Vöxtur & Sprettur styðja við þróunarverkefni sem eru komin af frumstigi hugmyndar. Um sambærilega styrki er að ræða en Sprettur telst vera öndvegisstyrkur sem er aðeins veittur fyrirtækjum sem eru talin geta náð miklum vexti á stuttum tíma.

Tegund fyrirtækis: Fræ er ætlað fyrirtækjum yngri en 5 ára og einstaklingum, Sproti er fyrir ung nýsköpunarfyrirtæki og frumkvöðla, en Vöxtur og Sprettur er ætlaðir litlum og meðalstjórum fyrirtækjum.

Fjárhæð: Fræ/Þróunarfræ getur hæst orðið 2 milljónir og ekki er krafist mótframlags umsækjanda. Sproti getur hæst orðið 20 milljónir (10 milljónir á ári) og ekki er krafist mótframlags umsækjanda. Vöxtur getur hæst orðið 50 milljónir (25 milljónir árlega) og Sprettur getur hæst orðið 70 milljónir (35 milljónir árlega). Krafist er mótframlags umsækjanda en fjárhæð þess er misjafnt eftir eðli verkefna.

Lönd: Almennt eru styrkir ekki bundnir við ákveðin lönd og þá má því bæði til verkefna innanlands og erlendis. Þróunarfræ sem undanfari að umsókn í Heimsmarkmiðasjóð er hins vegar bundinn við sömu lönd og Heimsmarkmiðasjóður, sem eru fátækari þróunarríkin og smáeyþróunarríki. Hér má finna lista yfir mögul samstarfslönd.

Tengiliður: Nánari upplýsingar veitir Lýður Skúli Erlendsson, sérfræðingur hjá Rannís og eru áhugasamir hvattir til að hafa samband við hann panta viðtal.