Hoppa yfir valmynd
video thumbnail

Norrænt útboðsþing SÞ um innkaupatækifæri

Íslenskum fyrirtækjum gefst nú færi á að taka átt í Norrænu útboðsþingi Sameinuðu þjóðanna sem fram fer í UN City í Kaupmannahöfn dagana 10 - 11. júní næstkomandi.

Á viðburðinum gefst færi á að kynna sér innkaupaþarfir fjölda stofnana SÞ og viðskiptatækifæri þeim tengdum.

Um er að ræða samstarfsverkefni Íslandsstofu, sendiráðs Íslands í Kaupmannahöfn, Dansk Industry, Business Sweden, Business Finland, Innovation Norway utanríkisráðuneytis Danmerkur auk allra Norðurlandanna. Þátttökugjald 7.000 DKK á fyrirtæki - sem er niðurgreitt að hluta til minni fyrirtækja.

Frekari upplýsingar er að finna á vef viðburðarins. Einnig hjá Ágústi Sigurðarsyni, fagstjóra útflutningsþjónustu (agust@islandsstofa.is).

SKRÁNING HÉR

Lönd / Heimsálfa

Innkaup

Dagsetning

10. júní 2025