Hoppa yfir valmynd
video thumbnail

Orka og hugvit í Rúmeníu

Miðvikudaginn 19. maí og fimmtudaginn 20. maí 2021 verður haldinn vefviðburður þar sem íslenskum fyrirtækjum gefst færi á að tengjast fyrirtækjum í Rúmeníu og ræða mögulegt samstarf.

Tilefnið eru styrkveitingar Uppbyggingasjóðs EES, en sjóðurinn veitir styrki til rúmenskra fyrirtækjatil verkefni á sviði orku og hugvits. Sjóðurinn hvetur til samstarfs milli íslenskra og rúmenskra fyrirtækja og því er haldinn viðburður til að tengja slík fyrirtæki saman.

Verkefnin sem um ræðir eru meðal annars með eftirfarandi áherslur:

  • uppsett afl frá jarðhita,
  • fjölga nýjum og endurnýjuðum mannvirkjum til notkunar jarðhita,
  • rafvæðingu heimilanna,
  • græn nýsköpun.
  • nýsköpun á sviði bláa hagkerfisins
  • upplýsingatæknimál

Nánari upplýsingar um orkutengd verkefni veitir Baldur hjá Orkustofnun og um nýsköpunarverkefni Egill hjá Rannís.

Upplýsingasíðu viðburðarins og skráningu má finna hér.

Lönd / Heimsálfa

RúmeníaLiðinn viðburður

Dagsetning

19. maí 2021

Kostnaður

ISK 0