Hoppa yfir valmynd
video thumbnail

Fyrirtækjastefnumót vegna bláa hagkerfisins í Portúgal

Fimmtudaginn 15. apríl 2021 kl. 10 og kl. 12 verður haldinn vefviðburður og fyrirtækjastefnumót fyrir aðila í Portúgal annars vegar og EES svæðinu hins vegar, sem hafa áhuga á samstarfi um verkefni innan bláa hagkerfisins í gegnum Uppbyggingarsjóð EES.

Sjóðurinn veitir styrki til að þróa og markaðssetja vörur og tækni innan bláa hagkerfisins í Portúgal. Heildarfjármagn til úthlutunar er 15.369.603 EUR og hámarksstyrkur fyrir hvert verkefni er 1.000.000 EUR.

Styrkirnir eru veittir portúgölskum fyrirtækjum og íslenskum samstarfsaðilum þeirra. Þannig er hvatt til samstarfs milli Íslands og Portúgal og íslenskir aðilar fá tækifæri til að flytja út sina þekkingu og skapa sér tækifæri í Portúgal.

Viðburðurinn miðar að því að upplýsa nánar um möguleg verkefni og í kjölfarið býðst fyrirtækjum að eiga fundi með portúgölskum fyrirtækjum um mögulegt samstarf. Sjá nánari upplýsingar og skráningarform á viðburðinn. Áhugasömum er velkomið að hafa samband við Egil Níelsson hjá Rannís eða Brynhildi Georgsdóttur hjá Íslandsstofu til að fá frekari upplýsingar.

Einnig er bent á almenna umfjöllun um þessa styrkveitingu Uppbyggingasjóðsins.

Lönd / Heimsálfa

Liðinn viðburðurPortúgal

Dagsetning

15. apríl 2021

Kostnaður

ISK 0