Atvinnuþróun í öllum landshlutum
Á vettvangi sveitarfélaganna er boðið upp á atvinnuþróunarráðgjöf til fyrirtækja í öllum landshlutum.
Ráðgjöfin snýr meðal annars að stofnun og rekstri fyrirtækja, markaðssókn, vöruþróun, fjármögnun, kynningu, endurskipulagningu, mögulegri fyrirgreiðslu, erlendum samskiptum o.fl. Áhersla er lögð á nýstofnuð fyrirtæki, fyrirtæki í nýjum atvinnugreinum og fyrirtæki sem hafa afgerandi áhrif á atvinnulíf lítilla byggðarlaga.
Ráðgjafarnir leitast við að eiga samstarf við stofnanir í stoðkerfi atvinnulífs, fyrirtæki og aðra aðila sem vinna ráðgjafar- og leiðbeiningarstarf í atvinnumálum.
Auk atvinnuráðgjafar annast landshlutasamtökin gerð og framkvæmd Sóknaráætlana svæðanna sem eru stefnumótandi fyrir landshlutana og skipta máli þegar kemur að atvinnuþróun og nýsköpun.
Nánar má lesa um atvinnuþróunarfélög hér á heimasíðu Byggðastofnunar.